Félagsfundur 18.2. með bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

Forsíða / Fréttir
19.02.2011

Félagsfundur 18.2. með bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

 

Félagsfundur MBS með Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ fór fram í sal félagsins 18. feb. 2011. kl 20:00

Þátttaka var  ágæt eða um 38% félagsmanna.

KK formaður setti fundinn og gaf Árna orðið.  Árni fór  vítt og breytt yfir sviðið og útskýrði öll málin vel og svaraði fjölda fyrispurna. Ekki er farið í að útskýra  nánar  hin ýmsu mál,  en  sum hver  eru á viðkvæmu stigi, þau voru samt  útskýrð  mjög vel. 

Meðal annarra verkefna á svæðinu má nefna breytingar á hjúkrunarheimili á Nesvöllum í  langlegudeild, þar er verkefni  upp á um 300 milljónir eða svo.

 

Í máli Árna kom fram sú hugmynd hvort ekki væri  mjög þarft fyrir okkur að við fengjum nú utanaðkomandi aðila eins og td. verkfræðistofu til að setja saman front til að  heimamenn stæðu sem best að því að fá sem mest af byggingarvinnunni vegna stórframkvæmdanna sem fyrirhugaðar eru á svæðinu.

 

Ekki missa af þessu tækifæri sem nú er að fara af stað voru skilaboð  Árna til fundarins.

 

Fundarmenn þökkuðu Árna með dúndrandi lófaklappi við lok góðs fundar sem stóð til tæplega   23:00  

Þessu næst  ræddu menn  frjálst saman um stöðuna og  var  að heyra á mönnum að  þessar fyrirhuguðu stórframkvæmdir  yrðu mikil  lyftistöng fyrir svæðið.

 

KK skráði.