Fagábyrgðir iðnmeistara

Forsíða / Fréttir
01.06.2010

Fagábyrgðir iðnmeistara

Að gefnu tilefni er vísað á  52.grein skipulags og byggingalaga en þar kemur fram að iðnmeistari beri fulla ábyrgð á þeim verkum sem hann sér um.

 

Sjá  bréf sem við sendum á byggingfulltrúa og yfirmenn með fasteignum bæjarfélaga og helstu fyrirtæki á Suðurnesjum.

 

 

Kæri viðtakandi. 

Við í stjórn Meistarafélags byggingamanna  Suðurnesjum ( MBS) viljum með þessu bréfi vekja athygli  þína á faglærðum iðnmeisturum sem eru innan okkar samtaka. Það er von okkar í MBS að nýsmíði og viðhaldsvinna á  fasteignum verði ávalt unnin undir stjórn og á ábyrgð iðnmeistara, sem samkvæmt lögum bera fulla ábyrgð á sínum verkum.

Nöfn félagsmanna koma fram á heimasíðu Meistarafélags byggingamanna Suðurnesjum.  www.mb.is 

Það er okkar metnaður að standa við faglegar ábyrgðir.  Reykjanesbær hefur þegar tekið í gagnið byggingastjóramöppu þar sem löggiltir fagmeistarar verða að skrifa undir og ábyrgjast sinn þátt í  öllum nýbyggingum. Þessi mappa er samsvarandi og Reykjavíkurborg og fleiri hafa notað um árabil til að tryggja fagleg og vönduð vinnubrögð við húsbyggingar.

 Mælumst við til þess að verslað verði  við  réttindamenn , bæði varðandi tímavinnuverk og í útboðsverkum einnig að iðnaðarlögin séu virt.

Með góðri kveðju.

Stjórn MBS.

 

Kristján Kristjánsson .        Carl Gränz.                Ari Einarsson.          Arnar Jónsson.

 

Skúli Ágústsson.            Lúðvík Gunnarsson.             Grétar Guðlausson.