27.06.2009
Er að rofa til? Sjá byggingaframkvæmdir í Reykjanesbæ
Það var ánægjulegt að sjá að nú er verulegur kraftur kominn í byggingaframkvæmdirnar við væntanlegt netþjónabú í Ásbrú í Reykjanesbæ, kranar út um allt og gröftur á fullu og uppsláttur nýrra bygginga ásamt því að 25.000 m2 stálhúsabyggingar eru orðar tilbúnar undir tréverk.
Vonandi fer nú að birta til að nýju og kraftur verður kominn í álversframkvæmdirnar innan stutts tíma.