Endursögn - Ferð í Kárahnjúka 2006

Forsíða / Fréttir
08.01.2011

Endursögn - Ferð í Kárahnjúka 2006

Í Víkurfréttum 29.12 2010 segir blaðamaður VF frá eftirminnilegri ferð sem hann fór í með Meistarafélagi byggingamanna:

  Einnig er mér minnistæð  rútuferð á bremsulausri rútu niður snarbratta Fljótsdalsheiðina veturinn 2006.

Rútan var full af iðnaðarmönnum frá Suðurnesjum sem farið höfðu austur að skoða framkvæmdirnar við Kárahnjúka.  Bílstjórinn var óreyndur og fór á alltof mikilli ferð niður fyrstu brekkuna.  Það söng og hvein í öllu þegar hann reyndi að reka bílinn í gírana og við fórum á tveimur hjólum í U-beygjurnar alla leið niður.

Bílstjórinn steig á bremsurnar allan tímann og gjörsamlega kveikti í þeim svo það hvarf allt á kaf í reyk. 

Eftir þessa lísreynslu hræðist ég  ekki neitt.

Sjá myndir úr ferðinni í  myndasafni á forsíðunni til vinstri, Kárahnúkar 2006