Atvinnumálin opinn fundur í Garðinum 4. mars

Forsíða / Fréttir
01.03.2010

Atvinnumálin opinn fundur í Garðinum 4. mars

 

Snúum bökum saman!

Fundur um atvinnumál haldinn á sal Gerðaskóla í Garði

fimmtudaginn 4. mars kl.17:15.

 

Á fundinum verður staðan á vinnumarkaði skýrð, hvar við stöndum, hvert við stefnum. Fundarboðendur vilja stíga fram og hefja viðræður um atvinnumál út fyrir ramma pólitískrar umræðu og leita eftir breiðri samstöðu stjórnvalda, atvinnulífs og sveitarfélaga í landinu til að koma hjólum atvinnulífsins af stað.

 

Við hvetjum fólk sem leitar atvinnutækifæra, fólk sem vill fá svör við spurningum sínum um atvinnuhorfur í náinni framtíð og aðra þá sem láta atvinnumál sig varða að snúa saman bökum og mæta á fundinn.

 

Dagskrá:

 

1.    Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.

2.    Grímur Sæmundsen varaformaður Samtaka Atvinnulífsins og forstjóri Bláa lónsins

3.    Gylfi Arnbjörnsson forseti ASI

4.    Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta Norðuráls

5.    Aðalheiður Héðinsdóttir framkvæmdastjóri Kaffitárs

6.    Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður

7.    Oddný G. Harðardóttir alþingismaður

 

Pallborðsumræður: Frummælendur svara fyrirspurnum fundarmanna.

 

Fundarstjóri Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði.

 

Fundarboðandi

Sveitarfélagið Garður.

 

 

Ég hvet forráðmenn fyrirtækja og stofnana að koma með starfsfólk sitt til fundarins til að sýna samstöðu með þeim samborgurum okkar sem leita atvinnutækifæra og bíða eftir því að hjól atvinnulífsins fari aftur í gang.

Fundurinn mun standa yfir í 90 mín og verða stutt og snörp framsöguerindi og síðan pallborðsumræður þar sem fólk í sal getur komið með fyrirspurnir til frummálenda og fengið svör við því sem er að gerast nýtt þessa dagana í þeim málum sem á okkur brenna..