Atvinnumálafundur
Góður fundur var haldinn í sal Meistarafélags byggingamanna Suðurnesjum laugardaginn. 19 janúar síðast liðinn 2013 klukkan 14:00,
þokkaleg mæting var á fundinn en um var að ræða opinn fund um atvinnumál hér á Suðurnesjunum.
Guðmundur Pétursson formaður SAR fór yfir stofnun og tilgangs SAR.
Einnig var farið yfir hverjir eru í SAR en um 100 fyrirtæki koma að SAR og er þar inni með áheyrnafulltrúa og varamenn,
Meistarafélag byggingamanna Suðurnesjum og Ferðaþjónusta Suðurnesja.
Síðan var farið yfir stærstu verkefnin sem eru í gangi hér á Suðurnesjum en þau eru Bygging hjúkrunar heimilis við
Nesvelli, Bygging fiskverkunarhúsa í Sandgerði og Garði, fiskeldisstöð á Reykjanesi og bygging á íbúðum fyrir Öryrkjabandalagið .
Kynnt var hvað væri á döfinni hér ef allt gengur eftir og ber þar hellst að nefna Helguvíkina og breytingar í flugstöðinni meðal annars í Fríhöfninni.
Einnig fór Guðmundur yfir þau verkefni sem SAR hefur verið að vinna að, en þau eru fjölmörg og vonuðust menn til að sú vinna fari að skila árangri innan skamms.
Hljómahöllin komst í umræðu og var spurt hvort menn allmennt væru ekki tilbúnir til þess að koma því verkefni í gang aftur og vinna að því að klára hana í samvinnu
sveitafélagið og verktaka hér á svæðinu og voru miklar umræður um það hvernig og þá hverjir væru tilbúnir til að opna þá umræðu aftur.
Að loknum fundi bauð MBS. upp á kaffi og meðlæti.
Kv. Grétar