Athyglisvert að skoða um mannvirki
Skoðið linka um mannvirki á slóðinni althingi.is http://www.althingi.is/altext/133/s/pdf/1003.pdf http://www.althingi.is/altext/133/s/pdf/1004.pdf
Meistarasamband Byggingarmanna
Stjórnarfundur haldinn 26 október 2006 kl. 17.15
2. fundur.
Mættir voru.
Baldur Þór Baldvinsson, Lúðvík Gunnarsson, Kristján Kristjánsson, Magnús Stefánsson, Guðmundur Jónsson og Skarphéðinn Skarphéðinsson.
Forföll boðuðu. Einar Benteinsson og Trausti Guðjónsson.
Málefni.
1. Skýrsla síðasta fundar borin upp til samþykktar.
2. Samningur við IÐU-Fræðslusetur.
3. Endurskoðun byggingarlaga.
4. Iðnaðarmálagjaldið.
5. Önnur mál.
1. Síðasti fundur lesin upp og samþykktur.
2. BÞB, MS og SS fóru á fund hjá fulltrúum Iðu. Mættir voru fyrir hönd Iðu og MFB Sveinn Hannesson frá SI Finnbjörn Hermannsson frá Samiðn og Framkvæmdastjóri Iðu Hildur Elín Vignir. Fulltrúar Iðu lögðu til að ef MB gengi í MFB þá fengu þeir hlutfall á móti SI í samræmi við þær greiðslur sem hvort félag greiddi í endurmenntunargjald og síðan yrði það hlutfall endurskoðað að ári. Urðu miklar umræður um málið hjá stjórn MB. Sumir stjórnarmenn með því að gerast aðilar aðrir drógu það í efa að það væri grundvöllur fyrir því að halda úti almennum námskeiðum af fengini reynslu. Samþykkt var að fela BÞB,MS og SS að halda áfram viðræðum við fulltrúa Iðu sem ákveðin hefur verið mánudaginn 30 október. Afrit af Samstarfssamningi hluthafa að Iðan fylgir fundagerð þessari.
3. BÞB kom inn á það að með nýju byggingareglugerð sem liggur fyrir getur það komið niður á minni verktökum að gegna starfi Byggingastjóra, talið er að til að standa undir þeirri kröfu að taka á sig það hlutverk að vera Byggingastjóri þurfa menn að hafa gæðastýringu innan sinna fyrirtækja. Sá kostnaður sem fylgir því er mikil, og talið er að það þurfi að ráða tæknimenntaðan einstakling til að halda utan um gæðastýringuna. Til að svoleiðis aðili fari að borga sig fjárhagslega þar viðkomandi fyrirtæki að hafa starfsmanna fjöldann frá 15 til 18 starfsmenn. BÞB telur það ekki skerða réttindi þeirra meistara sem hafa fyrir byggingastjóraréttindin til að byggja stærri eignir ein svo ný byggingarlög kveða á um. Stjórn MB samþykkir að skoða lögin og að beita sér fyrir því að þeim verði breytt. Samþykkt er að boða til fundar með Málarameistarafélaginu, Múrarameisturum og Meistarafélagi Iðnaðarmanna í Hafnafirði, stefn er að því að hafa þennan fund fyrir miðjan nóvember.
4. Farið var inn á það að BÞB, EB og SS fóru á fund með Einari Hálfdánarsyni og óskað var eftir því að hann gerði grein fyrir þeirri hækkun sem orðið hefur á þjónustu hans og þeirra aðila sem hann hefur tekið í þjónustu sína fyrir okkar hönd. Óskað var eftir því að Einar sendi greinagerð til MB svo að stjórn MB gæti gert grein fyrir þessu breytingum. Ekki er stjórn MB ánægð með það svar sem Einar sendi til MB. Greinagerð fylgir fundagerð þessari. Sá fundur sem BÞB, EB og SS fóru á með Einari var skráður. Fundagerð sú fylgir fundagerð þessari. BÞB hafði samband við Pétur Blöndal sem ritaði grein í Morgunblaðið 26 október sem fjallaði um frumvarð til laga um niðurfellingu á Iðnaðarmálagjaldinu og þakkaði honum fyrir hans framlag til þessa máls. Grein þessi fylgir fundagerð þessari.
5. Ekkert var undir önnur mál.
Fundinn ritaði SS
Fundi slitið kl. 19.30 Næsti fundur verður 9 nóvember kl. 17.00