Árshóf SI-Aðalfundur og iðnþing

Forsíða / Fréttir
17.02.2016

Árshóf SI-Aðalfundur og iðnþing

Árshóf SI

- Þar sem gleðin er við völd

Árshóf Samtaka iðnaðarins verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 11. mars og hefst með fordrykk kl. 19.00.
Verð er kr. 7.900.

Glæsilegur málsverður og glaumur og gleði fram eftir kvöldi.

Ræðumaður kvöldsins eys úr brunni visku og þekkingar um íslenskt atvinnulíf og iðnað.
Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björns hrista upp í mannskapnum með eldfjörugri lagasyrpu og Ingó og A-liðið spila fyrir dansi. 

Lárus Andri Jónsson, Rafþjónustunni og stjórnarmaður SI stýrir samkomunni af alkunnri snilld og röggsemi. 

Þú vilt ekki missa af þessu!  skráning

 

Iðnþing og aðalfundur

Iðnþing SI verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 10. mars kl. 14.00 - 16.00 og aðalfundur kl. 11.00.

Iðnþing og aðalfund sjá hér