26.03.2009
Áhersluatriði um samninga
Samningur milli byggingastjóra og verkkaupa.
Góð stjórnun byggist m.a. á því að hnýta lausa enda áður en hafist er
handa við framkvæmdir. Vandaður undirbúningur er vísir að vandaðri
framkvæmd. Meðal þess sem tilheyrir góðum undirbúningi er að ganga frá
samningum við alla þá sem á að kaupa af eða selja þjónustu og vörur.
Byggingastjóri er framkvæmdastjóri verks
Þegar um byggingaframkvæmdir er að ræða þarf verkkaupi, samkvæmt
kröfum byggingarreglugerðar, að ráða byggingarstjóra til að vera í
forsvari fyrir framkvæmdinni. Byggingastjóri er þar með
framkvæmdarstjóri tiltekinnar byggingar og gætir hagsmuna eigandans.
Þegar byggingastjóri er ráðinn er gott verklag að gera við hann
skriflegan samning.