Aðsent bréf frá stjórnarmanni MBS
Sælir félagsmenn ég var að koma af ansi skemmtilegum og fróðlegum fundi hjá MBS sem haldinn var í sal félagsins þar sem kynnt voru eldvarnarmál, farið var yfir starfsemi Eldvarnareftirlitsins og Brunavarna Suðurnesja og efni til eldvarna og brunalokunnar kynnt, þetta þótti okkur sem komum á fundinn ansi fróðlegt. Það sem vakti hinsvegar furðu okkar sem mættu á fundinn hvað illa var af hálfu félagsmanna mætt. Þótti mér það til háborinnar skammar fyrir hönd félagsins hvað félagsmenn eru miklir dónar og sýna mikla vanvirðingu gagnvart þeim sem leggja það á sig að koma og kynna sín störf og það sem verið er að gera fyrir okkur. ER YKKUR ALVEG SAMA UM FÉLAGIÐ OKKAR, HVAÐ MEÐ SLAGORÐIÐ OKKAR FAGLEG ÁBYRGÐ. Vil ég með þessu hvetja framvegis alla félagsmenn til þess að mæta á þær kynningar og þá fundi sem boðað er til á vegum MBS.
Virðingafyllst.