Aðsent bréf
Byggingastjóranámskeið var haldið í dag 28 febrúar 2009 námskeið þetta var í alla staði mjög áhugavert og vel þess virði að sitja það og heyrðist mér meðal manna að almenn ánægja hafi verið með það, það sem vakti athygli mína var góð þátttaka meðal félagsmanna Meistarafélags Byggingamanna á Suðurnesjum og vil ég með þessu þakka þeim sem mættu og voru þeir félagi okkar til sóma, einnig vil ég þakka Magnúsi Sædal , Gunnari Péturssyni fyrir góð erindi og Kristjáni Kristjánssyni fyrir veitingarnar og að lokum Lúðvík Gunnarssyni fyrir það að koma því til leiðar að námskeiðið hafi verið haldið hér í Reykjanesbæ . Ekki er gott að tala eingöngu um það sem miður fer hjá okkur gott er einnig að þakka það sem vel er gert og vildi ég með bréfi þessu koma því til leiðar.
Virðingarfyllst
Grétar I Guðlaugsson.