Aðalfundurinn 2010

Forsíða / Fréttir
01.06.2010

Aðalfundurinn 2010

Aðalfundur MBS fór fram 31.05. 2010 kl. 2:00, gestur fundarins var  Baldur Þór  Baldvinsson formaður Meistarasambands byggingamanna og Meistarafélags húsasmiða  RVK .

Form. MBS bauð menn velkomna og gaf góðum gesti orðið. Baldur útskýrði stöðuna varðandi Iðnaðarmálagjaldið eftir að dómur  Mannréttindadómstólsins féll á þá lund að þessi gjaldtaka væri óheimil, en  ríkið hefur innheimt gjaldið af brúttó veltu fyrirtækja, heyrst hafa nefndar tölur eins og ein og hálf milljón á dag, ekkert af þessari upphæð hefur runnið til samtaka byggingageirans ( MB) því ríkið hefur  afhent  einu  félagi ( Samtökum iðnaðarins ) alla upphæðina, en flestir  byggingaaðilar eru í okkar samtökum (MB) sem kunnugt er.

 

Þá kynnti Baldur blað sem flestir byggingameistarar á Reykjavíkursvæðinu hafa  samþykkt  að reyna að innheimta það gjald til baka sem var ólöglega af okkur tekið . Okkar samtök hafa eytt  verulega háum upphæðum í lögfræðikostnað vegna þessa máls, fyrst  hér heima fyrir héraðsdómi, síðan Hæstarétti og erlendis vegna undirbúnings málsins til Mannréttindadómstólsins.

Málið er nú í farvegi og er á borði ráðherra.

 

Eftir að Baldur hafði lokið sínu máli og svarað fyrirspurnum var aðalfundurinn settur.

 

Formaður setti  fundinn og sá um fundarstjórn, fundarritun er í höndum Grétars Guðlaugssonar.  Formaður  rakti helstu störf stjórnar og gat þess að árið hafi verið annasamt m.a hefðu  5 félagsfundir farið fram auk stjórnarfunda og funda hjá MB.

Farin var ein ferð og var hún  um Reykjanesið og virkjunarsvæðið, í samvinnu við Hitaveituna.

Formaður kynnti  reikninga félagsins og dreifði samantektar blaði um reksturinn, eftir stuttar skýringar voru  reikningarnir bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.

 

Leitað hafði verið eftir mönnum í stjórn en aðeins  fékkst einn aðili til að koma inn í stjórnina þannig að endurnýjun  var lítil. Björgvin Halldórsson húsamíðameistari kom  inn fyrir Arnar Jónsson en aðrir stjórnarmenn voru beðnir um að vera áfram.  Sjórnin er skipuð þessum aðilum.  Kristján Kr. form.  Lúðvík, Grétar,  Ari, Björgvin, Skúli og  Carl.

 

Fundurinn óskaði eftir því að reynt yrði með  ýmsum  ráðum að innheimta útistandandi iðgjöld. Aðilum sem skulda yrði sent bréf og boðið upp á aðlögun og afborgunarskilmála.

 

Samþykkt var að það gengi ekki að félagið greiddi af skuldugum félagsmönnum iðgjald til Meistarasambandsins og auglýstu þessa menn og fyrirtæki þeirra m.a á heimasíðunni og í blöðum og á vegum MB og sinnti síðar ýmis konar þjónustu vegna þeirra, en fengi ekkert til rekstursins frá þeim, en aðrir yrðu að greiða  fyrir þá. Rætt var á fundinum um ýmsar leiðir til að fara í, ef ekkert innheimtist af þessum skuldum og var stjórn beðin um að fara strax í það mál.

Góðum fundi lauk  um kl. 23:OO

Deila