Aðalfundur og súpufundur
Aðalfundur félagsins var haldinn að hólmgarði 2c í Reykjanesbæ þann 21 febrúar kl 18:00.
Ágætis þáttaka var á fundinum sem fór fram með hefðbundnu sniði.
Tveir nýir félagar skráðu sig í félagið á síðasta ári og eru það þeir Pétur Bragason Húsasmíðameistari og Agnar Áskelsson einnig Húsasmíðameistari og bjóðum við þá hjartanlega velkomna í okkar hóp.
Einn félagsmaður Björgvin Halldórsson sagði sig úr félaginu á síðasta starfsári og þökkum við honum fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Einn félagsmaður lést á árinu og kvöddum við hann með söknuði.
Góður súpufundur var svo haldinn 24 febrúar kl 12:00 á sal félagsins og var hann vel sóttur eins og flestir okkar súpufundir, þökkum við Jóhönnu Klöru fyrir gagnlegar og góðar umræður um ýmis málefni.