Aðalfundur MBS fór fram 28.05 um 45 % þátttaka.

Forsíða / Fréttir
29.05.2009

Aðalfundur MBS fór fram 28.05 um 45 % þátttaka.

Aðalfundur  MBS  2009 fór fram  þann 28.05 , mæting var góð eða um 45% félagsmanna. 

Fundurinn hófst á því að  Þeir Guðlaugur  Sigurjónsson og  Sigmundur  Eyþórsson frá Reykjanesbæ  fluttu kynningu á framtíðarsýn Reykjanesbæjar og sýndu  myndskeið af væntanlegri  framtíðarsýn  í Ásbrú .

Farið  var yfir það helsta sem verið er að gera í bæjarfélaginu og til stendur að framkvæma.

Þá kynntu þeir byggingastjóramöppuna sem MBS  hefur  lengi  barist fyrir og voru þeir  bjartsýnir  á að nú yrði unnið með sama sniði og viðgengist m.a  í  Reykjavík . 

Þeir  vildu   náið samband  við MBS um hin ýmsu mál.   Fjöldi  fyrirspurna  bárust þeim félögum og var þeim  svarað  eins og kostur var.

Formaður  MBS þakkaði  fyrir hönd félagsins  fyrir þá vinnu sem  unnin  hefði  verið  og  var bjartsýnn á ætlunarverkið  og  gat þess jafnframt  að er stjórn MBS fór á fund Árna bæjarstjóra  fyrir um  tveimur árum  og báðu um  aðstoð hans við að koma  bænum okkar á sama stall og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru á, þá voru margir á því að lítið myndi  breytast   varðandi eftirlit með byggingaframkvæmdum og að sem líkust   vinnubrögð yrðu hér  og  á höfuðborgarsvæðinu, varðandi að virða fagréttindi manna og halda  byggingastjóramöppu eins og  þar er gert. En þarna hafa orðið þáttaskil.  

Svo sannarlega þá hefur Árni og hans fólk uppfyllt okkar björtustu vonir og eiga þeir lof skilið, allir saman.

Sjálfur  aðalfundurinn fór síðan fram  að loknum fundi þeirra félaga og var með hefðbundnu sniði og  stóð yfir  til um 23:30 .

Myndir af fundinum má sjá í myndasafni  á stikunni til vinstri á forsíðunni og  nánari fréttir af fundinum sendar í netpósti til félagsmanna síðar.

Stutt ágrip  úr skýrslu formanns á aðalfundinum:

Í ræðu formanns var stikklað á stóru um störf stjórnar á tímabilinu. Getið var um áhersluatriðin sem stjórnin  byrjaði á fyrir  nokkru síðan en það var að nú yrði reynt til þrautar að  fá bæjaryfirvöld í lið með okkur og herða allar úttektir með byggingastarfssemi, að taka upp vinnuaðferðir sem gilda í Reykjavík.

Þar á