Aðalfundur MBS 5. júni kl. 20
Sælir meistarar góðir nú er komið að því að halda aðalfund Meistarafélagsins fyrir 08.
Vinsamlegast mætið og hvetjið aðra meistara til að gera slíkt hið sama.
Við verðum að heyra ykkar raddir því við vitum að það er sótt að stéttinni úr mörgum áttum og samstaða er okkar helsta vopn.
Fundurinn fer fram í salnum okkar fimmtudaginn 5. júni kl. 20:00
Lögin gera grein fyrir störfum aðalfundarins eins og sjá má m.a í 14. gr. og eru lögin í heild sinni á heimasíðunni til vinstri á forsíðu.
Sérstakur gestur fundarins verður Baldur Þór Baldvinsson formaður félags húsasmíðameistara í RVK, en hann er jafnframt formaður Meistarasambands byggingamanna og mun hann m.a útskýra fyrir mönnum stöðu Iðnaðarmálagjaldsins
Baldur hefur verið mjög duglegur við að berjast fyrir réttindum fagmeistara og verður afar fróðlegt að fá hann til okkar.
Ég bið ykkur um að hvetja aðra iðnmeistara til að ganga í félagið og halda áfram við að gera MBS sterkara.
Ný stjórn verður kjörin á fundinum og koma 3 nýir vaskir meistarar inn og vilja reyna sitt til að gera félagið enn sterkara.
Kv, Kristján Kristjánsson form.