Aðalfundur MBS 2009 28.5.kl.20:00
Aðalfundur MBS 2009 fer fram í salnum okkar í Hólmgarði 2c þann 28. maí kl. 20:00
Venjuleg aðalfundarstörf, sjá lög MBS hér á síðunni til vinstri á forsíðu.
Gestur fundarins verður Guðlaugur H Sigurjónsson.
Nú sem oft áður fáum við góðan gest sem kynnir áhugavert efni og byrjar fundurinn á þeim lið, síðan hefst formlegur aðalfundur .
Gestur okkar að þessu sinni verður Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdarstjóri hjá Reykjanesbæ.
Hann annast stjórn verklegra framkvæmda, hefur umsjón með skipulagsmálum, nýbyggingum, viðhaldi fasteigna og rekstri gatnakerfis og er yfirmaður Áhaldahúss.
Þá hefur hann með byggingastjóramöppuna að gera og væntum við góðs af .
Í reynd er á ferðinni ný hugsun varðandi eftirlit með framkvæmdum og ekki hvað síst að framkvæma ákv. reglugerðanna. Það er einmitt eitt af megin markmiðum Meistarafélaganna að staðið verði við lög og reglugerðir og að fagréttindin verði virt, handbókin verður látin fylgja húseigninni og greinir frá sögu hússins og hverjir byggðu það. Þetta er stór áfangi og þeim til sóma sem standa að þessu.
Störf aðalfundar eru:
A. Skýrsla formanns stjórnar.
B. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga.
C. Lagabreytingar er fyrir liggja, en þær þurfa að hafa borist stjórn minnst 15 dögum fyrir auglýstan aðalfund.
D. Kosning stjórnar samkvæmt 8.gr, það ár sem stjórnarkjör fer fram.
E. Kosning tveggja endurskoðenda / skoðunarmanna reikninga sbr. 11. gr.og eins til vara.
F. Önnur mál.
Vekjum athygli á c lið hér að ofan, en þar er getið um lagabreytingar.
Fyrir hönd stjórnar MBS Kristján Kristjánsson form.