Aðalfundur 2007 og Kynningarfundur
Aðalfundur MBS var haldinn þann 16.maí í framhaldi af kynningu
Kjartans Eiríkssonar frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar um tækifærin í heiðinni..
Á fundinn mættu rösklega þriðjungur félagsmanna eða 20 manns.
Kynning Kjartans var áhugaverð og rakti hann hin miklu sóknarfæri sem hefðu skapast við brottför VL og svaraði hann fjölda fyrirspurna frá áhugasömum meisturum.
Voru menn mjög þakklátir fyrir þessa kynningu og var ekki annað að heyra en að þeir hefðu ekki gert sér almennilega grein fyrir hversu mikil sóknarfæri væru þarna um að ræða.
Ljóst er að svæðið okkar er mjög eftirsótt og framtíðin mun bjartari en útlit var fyrir um ári síðan eða svo þegar VL fór héðan. Í reynd eru tækifærin ótrúlega mikil og ekki er betur séð en að stjórnendur þar eru að vinna mjög vel að þessum málumAðalfundurinn var vel heppnaður og umræður og skoðunarskipti manna með ágætum. KK formaður bað menn um að standa á fætur og minnast látinna félagsmanna og minntist Antons Jónssonar sem andaðist síðastliðið haust.
Formaður rakti það helsta sem stjórnin gerði á árinu og kom fram í máli hans að aðaláherslu mál stjórnar væri að vera sameiningartákn meistara og að leggja áherslu á að þjappa mönnum saman, vera sjáanlegir og væri hin nýja heimasíða m.a dæmi um það. Þá væri sömuleiðis þung áhersla lögð á hagmunavörsluna.
Félagsmenn lýstu yfir áhyggjum sínum með að tekjur félagsins hafa minnkað mikið vegna minni innkomu til félagsins af mælingargjöldum, þrátt fyrir miklar byggingarframkvæmdir og fékk stjórninn það veganesti að spyrna við fótum og reyna að snúa þessari þróun við .
Þá ræddu félagsmenn ítarlega um hversu nauðsynlegt það væri að stjórnin stæði vel að hagsmunarvörslunni, eftirlit með nýbyggingum og uppáskriftum er ekki nógu góð og voru mörg dæmi nefnd því til sönnunar. Félagsmenn hvöttu stjórnina til að sinna þessu vel og bentu á að í reynd væri þetta nun brýnna en að karpa við meistara um mælningargjöld.
Fundarritun annaðist Gunnlaugur Úlfar stjórnarmaður.
Fundarstjórn var í öruggum höndum Einars Guðbergs og lauk góðum fundi þakklátra félagsmanna er langt var liðið á kvöld.
Myndir af fundinum ásamt myndum af varnastöðinni má sjá í möppu aðalfundur 2007.
KK skráði.