Aðalfundur

Forsíða / Fréttir
02.05.2014

Aðalfundur

Aðalfundur Meistarafélag byggingamanna Suðurnesja verður haldinn föstudaginn 16. Maí 2014 kl 17:00. að hólmgarði 2c 230 Reykjanesbæ.

Fundarefni

A. Skýrsla formanns stjórnar.  
B. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga.
C. Lagabreytingar er  fyrir liggja en   þær þurfa að hafa  borist stjórn minnst 15 dögum fyrir auglýstan aðalfund.
D. Kosning stjórnar samkvæmt 8.gr, það ár sem stjórnarkjör fer fram.
E. Kosning  tveggja endurskoðenda / skoðunarmanna reikninga sbr. 11. gr.og eins til vara.
F. Önnur mál.
 

Vinsamlegast mætið stundvíslega

Félagsmenn fjölmennum á fundinn.

Framboð óskast í öll embætti félagsins

 

Fyrir liggja lagabreytingar sem teknar verða fyrir á aðalfundinum og eru þær svohljóðandi.

4. grein. Fellur út
Félagsmaður getur hver  sá orðið sem hefur meistararéttindi í þeim starfsgreinum sem um getur í núverandi byggingalögum sjá m.a. byggingarreglugerð 441/1998 gr. 35.1-44. gr. og hyggst  starfa samkvæmt ákvæðum laga þessara.  Inntökubeiðni þarf að vera skrifleg og  fylla skal út sérstakt umsóknarblað þar að lútandi, eða tilkynna það í netpósti til formanns félagsins. Fullstarfandi við greinina er með fulla aðild en þeir sem eru með meistararéttindi og starfa ekki við eða þá að hluta við greinina geta orðið félagar eða aukaaðilar, óski þeir þess. Aukaaðilar hafa ekki kosningarétt í málum er varða kjarasamninga.

Tillaga að breytingu á 4. gr.: Nýja tillagan

Aðild að félaginu geta átt allir þeir sem hlotið hafa meistarabréf í löggiltri iðngrein í byggingariðnaði.

Þeir sem óska eftir inngöngu í félagið skulu senda stjórn þess skriflega umsókn ásamt staðfestingu á að viðkomandi hafi réttindi til að kalla sig meistara í iðngrein sinni. Teljist viðkomandi fullnægja skilyrðum um aðild er það ákvörðun stjórnar hvort viðkomandi verður samþykktur sem nýr félagsmaður. Nýr félagsmaður telst fullgildur félagi þegar inntökugjald í félagið hefur verið greitt. Nýir félagsmenn skulu kynntir á næsta aðalfundi.

Samhliða inngöngu í MBS gerist nýr félagi aðili að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins fyrir sína hönd og fyrirtækis síns. Þar með skuldbindur hann sig til að lúta þeim reglum og skyldum sem fylgir aðild að þessum félögum.

Heimilt er að veita aukaaðild að félaginu að uppfylltum skilyrðum sem eru tilgreind nánar í viðauka A við lög þessi.

5. grein. Fellur út
Félagsmenn skulu greiða ársgjald til félagsins sem aðalfundur hefur samþykkt eftir tillögu frá stjórn . Sextíu og fimm ára  meðlimir greiða ekki ársgjald né heiðursfélagar.  Gjalddagi skal vera 1. maí ár hvert og  eindagi ársgjaldsins skal vera 30 dögum síðar. Eftir eindaga ber að innheimta dráttarvexti

Tillaga að breytingu á 5. gr.:  Nýja tillagan

Félagsmenn skulu greiða árgjald til félagsins í samræmi við ákvörðun aðalfundar ár hvert. Gjalddagar ákvarðast af stjórn. Dragist greiðslur árgjalds um meira en einn mánuð er heimilt að krefja viðkomandi um hæstu lögleyfðu dráttarvexti allt frá gjalddaga.

8. grein. Fellur út
Í aðalstjórn félagsins eiga sæti 5 aðalmenn og tveir til vara:
Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.
Varamenn skulu vera tveir og skal boða þá á fundi og hafa þeir kosningarétt á fundum. Kjörtímabilið er tvö ár.