Aðalfundur 08

Forsíða / Fréttir
08.06.2008

Aðalfundur 08

Aðalfundur MBS 2008 var haldinn þann 5. júní og mættu um 35% félagsmanna.

Áður en gengið var til dagskrár þá ávarpaði  Baldur Þór Baldvinsson formaður Meistarasambands byggingamanna  fundarmenn og skýrði hann út sögu Iðnaðarmálagjaldsins og stöðu þess nú, ásamt því að svara ýmsum spurningum .

 

Formaður setti síðan fundinn og  fól  Einari Guðberg að annast fundarstjórn. Fundarritun annaðist Gunnlaugur Úlfar.

 

Í skýrslu formanns var greint frá því helsta sem starfað hefur verið á milli aðalfunda. Þá reifaði hann

einnig sinni framtíðarsýn sem var á þá veru að við yrðum að verða mun sterkari en við værum nú til að geta sinnt hagsmunavörslu fagmeistara svo viðunandi væri að hans mati. Vildi formaður að við tækjum upp samvinnu við önnur  Meistarafélög innan MB og jafnvel víðar eða að sameining ætti sér stað. Fjárvana lítil félög ættu  erfitt með að beita sér að hörku gegn litlu eftirliti bæjaryfirvalda  með  byggingum og úttektum þeirra, þá væri nálægð verktaka mikil við stjórnendur og segði það sig sjálft að erfitt yrði að fá menn í stjórn  félaga sem jafnvel þyrftu að fara í hörku við stórverkkaupa.  Við hefðum reynt að fara bónleiðina  til að heða eftirlitið en mörgum findist það skila litlu.  Þá gat hann þess að við yrðum að bregðast við  minnkandi tekjum félagsins, því nú væri mjólkurkýrin farin úr heiðinni.

Umræður voru góðar og efnislegar  og var ný stjórn kosin  með almennu lófataki.

Nánar verður greint frá efni aðalfundarins til félagsmanna þegar fundarritunin verður tilbúin.

Ný stjórn var kosinn til næstu  2 ára og hana skipa Kristján Kristjánsson formaður, aðrir í stjórn eru:

Lúðvík Gunnarsson. Skúli  Ágústsson.

Ari Einarsson. Carl B Gränz . Varamenn eru þeir Grétar Guðlaugsson og

Arnar Jónsson.