100% endurgreiðsla af VSK
Nú er besta tækifærið til að fara í lagfæringar á húsnæðinu, er þakið orðið lélegt þarf að laga glerið eða er glugginn orðinn fúinn, er ef til vill nægjanlegt að skipta um botnstykki og skafa upp viðinn og endurfúaverja og síðan að bera á viðarvörn, hvað með þakkassann er kominn tími á að skipta honum út eða endurnýja hann að hluta. Er vatnsrennslið orðið lítið er kominn tími á skolpið...... Eða þarf að láta mála og gera við sprungur. Já nú er tækifærið 100% endurgreiðsla vegna virðisaukans, en hann er 25,5 % sem kunnugt er . Af tveggja miljónaverki án vsk, þá leggst 510.000 kr ofan á reikninginn í virðisaukaskatt, sem kaupandinn fær síðan endurgreiddan, já það munar um minna.
Munið að versla við fagmeistara og fáið verkið metið og með fagábyrgð.
Nöfn fagmeistara má sjá hér á forsíðunni, hægra megin undir vantar þig iðnaðarmann.